Fréttir

Óbreytt útlit á mörkuðum 2022, enn mikið ójafnvægi

Óbreytt útlit á mörkuðum 2022, enn mikið ójafnvægi  

Ágæti viðskiptavinur

Líkt og við höfum áður komið inn á, bæði í samtali við ykkur sem og í okkar fréttafærslum, þá hafa átt sér stað miklar verðbreytingar á árinu 2021. Þessar verðbreytingar eiga rætur sínar að rekja til afleiðinga heimsfaraldursins þ.e. skortur á hrávöru sem leiddi af sér miklar hækkanir á hrávöruverði. Aðstæður sem eru fordæmalausar (force majeure) og ástand sem við höfum hvorki séð fyrir né upplifað áður. Því miður er það svo að ekki er útlit fyrir að framboð á mörkuðum nái jafnvægi við eftirspurn núna í ár. Óhjákvæmileg afleiðing þessa ástands er áframhaldandi hækkandi vöruverð. Vissulega mismunandi eftir vöruflokkum og eðli þeirra, samanber mikil þróun yfir í pappa, hækkun í plasti og tafir jafnvel skortur á áli og reyndar lengri afgreiðslutímar í öllum vöruflokkum sem kallar á meiri fyrirvara pantanna.

Til viðbótar við skort og hækkun á hrávöru hafa ýmsir kostnaðarliðir hækkað t.d. flutningar og orkuverð. Þannig er verðbólga farin að gera vart við sig í löndunum í kringum okkur í Evrópu sem og í Bandaríkjum. Síðan eins og fyrr segir hefur orkuverð rokið upp erlendis og við slíkar aðstæður hafa sumir af okkar birgjum gripið til þessa ráðs að innleiða nýtt gjald sem þeir kalla „álag á orkuverð“. Hræðumst við reyndar m.v. þróun orkuverðs erlendis að þetta nýja gjald fari eins og eldur um sinu milli vöruframleiðenda. Í verstu tilfellunum erum við að sjá fram á miklar tafir og jafnvel vöruskort a.m.k. lengri afgreiðslutíma. Þá tala flestir birgjar í þá veru að einungis gildi vöruverð til mjög skamms tíma. Af þessum sökum er engan veginn hægt að gefa út vöruverð langt fram í tímann né fyrir heila vertíð, en það er skýrt dæmi um breytingu og ekki þekkt frá fyrri tíð.

Samantekið er óhætt að segja að markaðir séu enn í ójafnvægi og enn leit að jafnvægi og ekki líkur á að það muni nást á árinu 2022. Allt útlit er því fyrir að ástand á mörkuðum í ár muni verða óbreytt frá árinu 2021, sem sagt fordæmalausar aðstæður (force majeure) með áframhaldandi hækkunum, stuttum gildistíma vöruverða, töfum og jafnvel vöruskorti. Nú sem endranær munum við hjá Vörumerkingu þrátt fyrir allt gera okkar með að verjast við þessar aðstæður en jafnframt ljóst að þær eru mjög krefjandi. Áralangt samstarf við mjög breiðan hóp sterkra og rótgróinna birgja hjálpar hins vegar mikið við þessar erfiðu aðstæður.

Að lokum, við leggjum okkur fram um að upplýsa viðskiptavini um ástandið eftir því sem fréttir berast og gerum okkar besta að birta fréttir. Vakni spurningar ekki hika við að hafa samband við þinn tengilið eða senda tölvupóst á pantanir@vorumerking.is og við förum yfir málin með þér og gerum okkar besta til að leysa úr stöðunni.

Vörumerking ehf

Suðurhraun 4A, 210 Garðabær

414-2500 / pantanir@vorumerking.is / www.vorumerking.is

Þjónusta – Gæði – Áreiðanleiki


Svæði

Vörumerking ehf.  |  Suðurhraun 6a  |  210 Garðabæ  |  Sími: +354 414 2500  |  Fax: +354 575 8001  |  vorumerking@vorumerking.is